Lánuðu sjálfum sér hundruð milljarða

Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum hundruð milljarða …
Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum hundruð milljarða króna.

Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum hundruð milljarða króna, samkvæmt lánabók Kaupþings, en Morgunblaðið hefur hluta hennar undir höndum.

Um er að ræða stöðu útlána í lok júní 2008, þremur mánuðum fyrir hrun bankans. Stór hluti lánanna var veittur til eignarhaldsfélaga sem skráð eru í Hollandi og á Tortola-eyju, sem er ein af Bresku Jómfrúreyjunum.

Lánveitingar til Roberts Tchenguiz voru mun hærri en áður hefur komið fram. Af þrettán félögum Tchenguiz sem fengu lán eru sjö skráð á Tortola-eyju. Eitt þeirra er Oscatello Investments Ltd. Skilanefnd Kaupþings hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn Oscatello Investments Ltd. vegna veðtryggðrar lánalínu eða „yfirdráttar í erlendum gjaldeyri á viðskiptareikningi“ eins og það er orðað í stefnu, upp á 107 milljarða króna.  

Einnig er um að ræða lánveitingar beint til eigendanna eða venslafólks þeirra. Sem dæmi má nefna lán á fjórða milljarð króna til Ágústs Guðmundssonar í Bakkavör og eiginkonu hans og smærri lánveitingar, sem hlaupa á hundruðum milljóna króna, til íslenskra eignarhaldsfélaga.

Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK