Krefjast gjaldþrots GM

AP

Tveir öld­unga­deild­arþing­menn Re­públi­kana­flokks­ins  krefjast þess að banda­ríski bíla­fram­leiðand­inn Gener­al Motors óski eft­ir gjaldþrota­skipt­um í stað þess að fá rík­isaðstoð enn á ný. For­svars­menn GM neituðu því á föstu­dag að fyr­ir­tækið myndi óska eft­ir greiðslu­stöðvun, svo­kölluðum Chap­ter 11 sem oft er und­an­fari gjaldþrota­beiðni.

Rekst­ur GM er nú fjár­magnaður með 13,4 millj­arða dala neyðarláni frá banda­rísk­um stjórn­völd­um og í síðasta mánuði sagðist fyr­ir­tækið þurfa á 22,6 millj­örðum dala til viðbót­ar ef fyr­ir­tækið eigi að lifa áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka