„Skipulögð rógsherferð“ gegn fyrirtækjum

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

„Skipulögð rógsherferð stendur nú sem hæst gegn ákveðnum fyrirtækjum og einstaklingum í íslensku viðskiptalífi,“ segir í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sent frá sér.  

Þar segir að með slíkum rógi sé líklega verið að reyna að beina athyglinni frá aðilum sem ættu fremur að vera í kastljósi vegna bankahrunsins. „Augljóst er hvernig fórnarlömbin eru valin og ríma þau nöfn vel við óvinalista tiltekinna afla sem lengi hefur legið fyrir,“ segir Jón Ásgeir.

„Slúðurblaðið New York Post birtir í dag óhróður og ósannindi um undirritaðan sem ekkert á skylt við sannleika og góðar venjur í fréttamennsku og í engu var leitað eftir upplýsingum frá okkur. Ég mun krefjast leiðréttinga í blaðinu. New York Post er nokkur vorkunn að hafa látið vonda heimildamenn fóðra sig með lygi og óhróðri en er engu að síður ábyrgt orða sinna. “

Greinin sem Jón Ásgeir vísar birtist á síðu New York Post í dag og nefnist „Víkingar gera árás á 5. breiðstræti“ (Vikings Invade 5th Ave.)  Þar segir m.a. að Jón Ásgeir hafi horft upp á „heimsveldi sitt hrynja til grunna og að mestum hluta gert upptækt af íslenskum yfirvöldum í tilraun til að hreinsa upp fjallháar skuldir hans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK