Verður íslenska ríkið hluthafi í Saks?

Saks í New York
Saks í New York

Efnahagskreppan hefur áhrif víða meðal annars á verslunarfyrirtækið Saks á Fimmtu tröð í New York. Baugur Group á 8,5% hlut í fyrirtækinu og samkvæmt frétt New York Post í dag þá er ekki útilokað að sá hlutur hafni í höndum íslenska ríkisins vegna bágrar fjárhagsstöðu Baugs.

Í NYP kemur fram að Baugur hafi greitt 250 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutinn en Baugur stefndi að því að eignast Saks að fullu.  Segir í fréttinni að meðal hluthafa í Saks séu mexíkóski milljarðamæringurinn Carlos Slim en bréfin séu nánast verðlaus í dag. Verð hlutabréfa Saks er nú komið undir tvo dali á hlut, sem er um tíundi hluti þess sem Baugur greiddi fyrir hlutinn á sínum tíma.

Kemur fram í fréttinni að þetta sé þó einungis dropi í hafið þeirra skulda sem íslenska þjóðin þurfi nú að taka á sig vegna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, starfandi stjórnarformanns Baugs. Segir að skuldir hans nemi yfir tveimur milljörðum Bandaríkjadala eða ríflega 100 þúsund dölum á hvert mannsbarn á Íslandi.

Umfjöllun New York Post um Baug og Jón Ásgeir 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK