„Auknar líkur á þjóðargjaldþroti"

mbl.is

Thom­as Hauga­ard, hag­fræðing­ur hjá Svenska Hand­els­ban­ken í Kaup­manna­höfn, seg­ir að með falli Straums Burðaráss séu aukn­ar lík­ur á þjóðar­gjaldþroti. „Hætt­an á raun­veru­legu þjóðar­gjaldþroti hef­ur auk­ist," seg­ir Hauga­ard í sam­tali við Bloom­berg. „Rík­is­stjórn­in hef­ur nú tekið á sig ábyrgð á meiri skuld­um og spurn­ing­in er hvort ís­lenska ríkið sé nægj­an­lega öfl­ugt til þess að bera þær byrðir," bæt­ir Hauga­ard við.

Í morg­un var til­kynnt um að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði tekið yfir rekst­ur Straums og eru því all­ir fjór­ir helstu bank­ar Íslands komn­ir í hend­ur rík­is­ins.

Snemma í des­em­ber var greint frá því að Straum­ur hefði lokið fjár­mögn­un upp á 133 millj­ón­ir evra. Fjár­mögn­un­in bæti lausa­fjár­stöðu bank­ans og átti að nýta til að end­ur­greiða sam­bankalán að upp­hæð 200 millj­ón­ir evra sem gjald­féll 9. des­em­ber.  Gjald­dagi þess­ar­ar nýju fjár­mögn­un­ar er 15. maí 2009.

Talsmaður Straums Georg And­er­son seg­ir að Seðlabanki Íslands hafi neitað Straumi um að aðstoð en Straum­ur átti að greiða 33 millj­ón­ir evra í dag en hefði aðeins hand­bært fé að fjár­hæð 15,3 millj­ón­ir evra. Seg­ir Georg að ástæðan sem Seðlabank­inn hafi gefið sé sú að starf­semi Straums á Íslandi sé það lít­il.

Straum­ur er með starf­semi í Dan­mörku, Svíþjóð, Finn­landi, Bretlandi, Póllandi og Tékklandi auk Íslands. Straum­ur hugðist færa höfuðstöðvar bank­ans til Lund­úna eða Stokk­hólms.

Sam­kvæmt frétt Bloom­berg á Straum­ur hlut í Acta­vis Group, pólsku fjar­skipta­fyr­ir­tækj­un­um P4 og Neta og ung­verska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu  Hung­ari­an Telepho­ne & Ca­ble.

Sjá frétt Bloom­berg

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK