Straumur lækkar um 99,42%

Kauphöllin
Kauphöllin Kristinn Ingvarsson

Úrvalsvísitalan OMXI6 hefur lækkað um 24,7% það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Straumur hefur lækkað um 99,42% en bankinn var settur á athugunarlista eftir að tilkynnt var um að Fjármálaeftirlitið hafi yfirtekið rekstur bankans. Síðustu viðskipti með Straum eru á genginu 0,01 en þrenn viðskipti hafa verið með bankann í dag. Össur hefur lækkað um 5,6% og Bakkavör 0,5%. Veltan með hlutabréf nemur 121 milljón króna en rúmlega fjögurra milljarða viðskipti hafa verið með skuldabréf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK