Úrvalsvísitalan OMXI6 hefur lækkað um 24,7% það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Straumur hefur lækkað um 99,42% en bankinn var settur á athugunarlista eftir að tilkynnt var um að Fjármálaeftirlitið hafi yfirtekið rekstur bankans. Síðustu viðskipti með Straum eru á genginu 0,01 en þrenn viðskipti hafa verið með bankann í dag. Össur hefur lækkað um 5,6% og Bakkavör 0,5%. Veltan með hlutabréf nemur 121 milljón króna en rúmlega fjögurra milljarða viðskipti hafa verið með skuldabréf.