Úrvalsvísitalan lækkar um 9,64%

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Reuters

OMXI6 vísitalan hefur lækkað um 9,64% í Kauphöll Íslands í dag vegna falls Straums. Engin viðskipti hafa enn átt sér stað með hlutabréf en þar sem kaup- og sölutilboð hafa áhrif á myndun vísitölunnar þá hefur hún lækkað. Straumur hefur verið fluttur á athugunarlista kauphallarinnar. Mikil velta er hins vegar með skuldabréf eða 1,2 milljarðar þrátt fyrir að einungis séu nokkrar mínútur liðnar síðan viðskipti þar hófust.

Fall Straums hefur þar mikil áhrif þar sem fjárfestar virðast fremur horfa á skuldabréf en hlutabréf og hefur verð skuldabréfa hækkað og þar af leiðandi hefur ávöxtunarkrafan lækkað.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,57%, Kaupmannahöfn 0,35%, Stokkhólmur 1,26%, Helsinki 1,06% og samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,8%.

Fjármálagerningar útgefnir af Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hafa verið færðir á Athugunarlista vegna óvissu um framtíð útgefanda, með vísan til tilkynningar félagsins, dags. 9. mars 2009, þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi tekið yfir stjórn félagsins, samkvæmt tilkynningu frá Kauphöll Íslands. Áfram verður opið fyrir viðskipti með fjármálagerninga útgefanda en ákvörðun þess efnis verður tekin til endurskoðunar eigi síðar en fyrir opnun markaða 10. mars 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK