Gríðarlegur fjöldi fólks mætti á uppboð á fasteignum í New York í gær. Alls voru boðnar upp 375 heimili og fóru sum þeirra á einungis helming þess sem þau voru metin á. Á síðasta ári voru 33 þúsund heimili boðin upp og seldust þau á 3,5 milljarða dala. Efnahagskreppan hefur leikið marga Bandaríkjamenn grátt undanfarin misseri og hefur fjöldi fólks misst heimili sín.