Í tilefni af fréttatilkynningu Baugs Group hf. til
fjölmiðla fyrr í dag vill skilanefnd Glitnis banka hf. taka fram að hún stendur
í einu og öllu við málatilbúnað sinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og hafnar
alfarið athugasemdum sem fram komu í fréttatilkynningu Baugs Group hf. í dag.
„Þær skýringar sem Baugur Group hf. setur nú fram eru að
mati skilanefndar hvorki í samræmi við raunveruleikann né fyrri skýringar Baugs
Group hf. á sömu atriðum. Glitnir banki hf. leitaði sérstaklega eftir
skýringum á misræmi á verðmati eigna á fundi með kröfuhöfum hinn 27. febrúar
síðast liðinn. Þá voru skýringar ekki tiltækar. Síðar fram komnar skýringar Baugs
Group hf. á misræminu eru ekki í samræmi við þær sem framkoma í
fréttatilkynningu Baugs Group hf. fyrr í dag.
Skilanefnd Glitnis undrast áróðurskennda yfirlýsingu Baugs Group hf. sem send hefur verið fjölmiðlum og vísar henni alfarið á bug," að því er segir í athugasemd frá skilanefnd Glitnis.