Umtalsverð styrking frá áramótum

Reuters

Gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur styrkst umtalsvert frá áramótum. Til að mynda hefur evran veikst um 16,11% gagnvart krónunni og sænska krónan um 20,65%. Þann 31. desember var evran skráð á 169,97 krónur hjá Seðlabanka Íslands. Hún er nú skráð 142,58 krónur. Sænska krónan var 15,558 krónur en er nú 12,346 krónur.

Bandaríkjadalur var skráður á 120,87 krónur þann 31. desember sl. hjá Seðlabanka Íslands en er nú 112,22 krónur. Er þetta 7,16% veiking dalsins. Pundið var á 175,43 krónur en er nú 155,45 krónur sem þýðir að pundið hefur veikst um 11,39% frá áramótum.

Danska krónan var á 22,809 krónur en er nú 19,136 krónur sem er 16,10% veiking gagnvart íslensku krónunni. Japanska jenið var 1,34 krónur en er nú skráð á 1,142 krónur sem þýðir að jenið hefur veikst um 14,79% frá áramótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK