Búast við að Baugur óski eftir gjaldþrotaskiptum

Búist er við að stjórnendur Baugs taki ákvörðun um að …
Búist er við að stjórnendur Baugs taki ákvörðun um að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Stjórn Baugs fundar um málið síðar í dag. mbl.is / Árni Sæberg

Eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að synja Baugi um áframhaldandi greiðslustöðvun getur hvaða kröfuhafi sem er krafist gjaldþrotaskipta á félaginu. Kröfuhafar félagsins vænta þess að félagið sjálft óski eftir gjaldþrotaskiptum en stjórnarfundur verður hjá Baugi síðdegis í dag.  

Baugur getur óskað eftir gjaldþrotaskiptum telji félagið að staða þess sé óumflýjanleg. Bæði Glitnir og Íslandsbanki vilja að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka hefur ekki verið tekin ákvörðun um að óska eftir skiptum og bíður bankinn eftir niðurstöðu frá Baugi áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið.

Eigið fé neikvætt um 148 milljarða
Ein af málsástæðum skilanefndar Glitnis, sem andmælti áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs, var að skuldir Baugs umfram eignir væru 148 milljarðar króna, samkvæmt yfirliti frá Baugi í janúar síðastliðnum. Það þýðir í reynd að eigið fé Baugs er neikvætt um 148 milljarða.

Fram kom í málflutningi á mánudaginn, þegar tekist var á um áframhaldandi greiðslustöðvun, að kröfur Glitnis á Baug væru vel á þriðja hundrað milljónir punda. Háar fjárhæðir væru þegar gjaldfallnar og ekkert benti til þess að Baugur gæti staðið skil á þeim skuldbindingum og öðrum sem myndu hvíla á félaginu innan skamms tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka