Frekari greiðslustöðvun hafnað

Stefán H. Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs og Ragnar H. Hall lögmaður …
Stefán H. Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs og Ragnar H. Hall lögmaður Baugs skoða úrskurðinn í héraðsdómi í dag. mbl.is/Golli

Arn­grím­ur Ísberg, héraðsdóm­ari, hafnaði í dag ósk Baugs Group um frek­ari fram­leng­ingu á greiðslu­stöðvun fé­lags­ins. Glitn­ir og Íslands­banki höfðu mót­mælt því að Baug­ur fengi fram­leng­ingu á greiðslu­stöðvun­inni.

Í niður­stöðu sinni seg­ir Arn­grím­ur, að ráðagerðir Baugs um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu séu ekki raun­hæf­ar og þar með ekki lík­leg­ar til að koma nýrri skip­an á fjár­mál fé­lags­ins. Af gögn­um máls­ins megi ráða, að skuld­ir Baugs séu mjög háar og fé­lagið seg­ir að eign­ir þess hafi lækkað mikið síðustu miss­eri vegna ástands­ins á fjár­mála­mörkuðum heims­ins. Þá hafi dótt­ur­fé­lag Baugs í Bretlandi verið tekið úr hönd­um fé­lags­ins og sett und­ir stjórn manna á veg­um yf­ir­valda. 

Vitnað er til þeirra sjón­ar­miða Baugs, að fé­lagið telji nauð­syn­legt að bíða um sinn og verja eign­ir sín­ar í von um að úr muni ræt­ast á fjár­mála­mörkuðum.  Einnig sé nauðsyn­legt fyr­ir fé­lagið að hefja nauða­samn­ings­um­leit­an­ir. Dóm­ar­inn seg­ir hins veg­ar, að hvor­ugt þess­ara atriða sé til þess fallið að koma nýrri skip­an á fjár­mál Baugs. Hið fyrra feli í raun í sér að bíða eft­ir betri tíð án þess að nokkuð sé hægt að segja til um hvenær henn­ar sé að vænta.

Þessi niðurstaða Héraðsdóms Reykja­vík­ur er end­an­leg og þýðir, að hvaða kröfu­hafi sem er get­ur kraf­ist gjaldþrota­skipta á fé­lag­inu en bæði Íslands­banki og Glitn­ir hafa lýst þeirri skoðun að taka eigi bú fé­lags­ins til gjaldþrota­skipta. Stjórn Baugs get­ur einnig óskað eft­ir gjaldþrota­skipt­um en stjórn­ar­fund­ur verður hald­inn síðdeg­is.

Stefán Hilm­ars­son, aðstoðarfor­stjóri Baugs, vildi ekki tjá sig um úr­sk­urðinn. Ragn­ar H. Hall, lögmaður Baugs, sagði þegar hann var spurður um hvað þessi niðurstaða þýddi að hugs­an­lega myndi móður­fé­lagið, Baug­ur, fara í gjaldþrota­skipti og einnig dótt­ur­fé­lög þess. 

Þegar óskað var eft­ir greiðslu­stöðvun Baugs í byrj­un fe­brú­ar var jafn­framt óskað eft­ir því að 14 dótt­ur­fé­lög fengju einnig greiðslu­stöðvun. Fallið var síðar frá þeirri ósk. Um­rædd dótt­ur­fé­lög eru eru BG Vent­ur­es, M Hold­ing,  F-Capital, Sól­in skín, Milt­on, Unity In­vest­ments, M-In­vest, BGE eign­ar­halds­fé­lag, Sports In­vest­ments, BG Newco 5, A-Hold­ing, BG Equity, Styrk­ur In­vest og Stoðir In­vest.

Úrsk­urður Héraðsdóms Reykja­vík­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK