Vonast eftir samkomulagi í apríl

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjórnvöld á Íslandi vonast til þess að í næsta mánuði verði hægt að ganga frá samkomulagi við erlenda lánadrottna íslensku bankanna sem komnir eru í þrot. Bloomberg fréttastofan hefur þetta eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra. Segir Gylfi að lánadrottnum verði jafnvel boðið að gerast hluthafar í bönkunum.

Að sögn Gylfa vonast hann til þess að hægt verði að ganga frá þessu í apríl en ekki sé nauðsynlegt að sama lausn finnist í öllum málunum.

Útlendingar eiga um 400 milljarða króna í ríkisskuldabréfum  og um 150 milljarða króna í erlendum reikningum íslensku bankanna. Talið er að eigendur krónubréfa geti fengið greidda um 150 milljarða króna af eignum sínum, að sögn Þorfinns Ómarssonar, talsmanns viðskiptaráðuneytisins.

Segir Gylfi að lífeyrissjóðir verði ekki knúnir til þess að selja erlendar eignir sínar í staðinn fyrir krónur. Enda sé um eignir lífeyrisþega framtíðarinnar að ræða. Lífeyrissjóðirnir verði ekki notaðir sem höggdeyfir fyrir fjármögnun ríkissjóðs og seðlabankans. Hann segir að þegar gjaldeyrishöftunum, sem hafa verið við lýði frá því í nóvember, verði aflétt þá muni ríkisstjórnin gera það sem í hennar valdi stendur til þess að reyna að verja krónuna fyrir falli.

Hann segir ljóst að gjaldeyrishöftin verði ekki afnumin á fyrri hluta ársins en óljóst er hvort það gerist á síðari hluta ársins. Það sé ekki skynsamlegt að dagsetja þá ákvörðun að svo stöddu.

Grein Bloomberg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK