Bandaríkin: Atvinnuleysi hækkar enn

Atvinnulaus virðir fyrir sér atvinnutilboð á skilti á Miami.
Atvinnulaus virðir fyrir sér atvinnutilboð á skilti á Miami. Reuters

Fjöldi atvinnulausra í Bandaríkjunum hækkaði umfram þá 654 þúsund sem áætlanir gerðu ráð fyrir í síðustu viku samfara því að samdrátturinn kemur niður á vinnumarkaðinum af auknum þunga, samkvæmt gögnum stjórnvalda.

Fjöldi bótaþega atvinnuleysistrygginga hækkaði um 9 þúsund í vikunni sem lauk 7. mars frá endurskoðuðum tölum vikunnar á undan upp á 645 þúsund, samkvæmt upplýsingum atvinnumálaráðuneytisins.

Sérfræðingar höfðu áætlað að talan yrði 644 þúsund.

Meðaltal síðustu fjögurra vikna var 650 þúsund, hækkun um 6750 frá endurskoðuðu meðaltali síðustu viku upp á 643.250.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka