Danskur tryggingasjóður virkjaður vegna Straums

Fall Straums í vik­unni hef­ur það í för með sér, að trygg­inga­sjóður inn­lána í Dan­mörku þarf að greiða dönsk­um inni­stæðueig­end­um í bank­an­um bæt­ur. Er það í fyrsta skipti í 14 ár sem virkja þarf þenn­an sjóð, að sögn danskra fjöl­miðla.

Hóp­ur Dana átti fé á inn­láns­reikn­ing­um hjá Straumi í Dan­mörku. Að sögn Berl­ingske Tidende þurfi þess­ir viðskipta­vin­ir bank­ans nú að sækja fé sitt á þrjá mis­mun­andi staði. Trygg­inga­sjóður inn­lána á Íslandi ábyrg­ist fyrstu 156 þúsund krón­urn­ar en það jafn­gild­ir um 3 millj­ón­um króna. Danski trygg­inga­sjóður­inn greiðir næstu 144 þúsund krón­urn­ar en þeir sem eiga meira inni hjá bank­an­um verða að sækja það til Fin­ansiel Stabilitet, sér­stakr­ar danskr­ar rík­is­stofn­un­ar, sem á að tryggja stöðug­leika í danska banka­kerf­inu.

Blaðið hef­ur eft­ir Henrik Bjer­re-Niel­sen, fram­kvæmda­stjóra Fin­ansiel Stabilitet, að þegar hafi verið greidd­ir út fjár­mun­ir til inni­stæðueig­enda Straums. Hann seg­ir hins veg­ar ekki ljóst hve marga viðskipta­vini bank­inn hafði og hve háa upp­hæð sé um að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK