Rauðar tölur í kauphöllum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Reuters

Hlutabréfavísitölur hafa almennt lækkað í morgun í Evrópu. Á Íslandi hefur OMXI6 vísitalan lækkað um 0,63% og stendur í 577,83 stigum. Talsverð velta hefur verið með hlutabréf eða 92 milljónir króna. Skuldabréfaveltan er komin í 2,1 milljarð króna. Færeyjabanki, sem tekinn var inn í Úrvalsvísitöluna við fall Straums, hefur hækkað um 0,97%. Marel hefur lækkað um 2,53%, Össur um 2,39% og Bakkavör um 0,6%. Verð hlutabréfa Bakkavarar er nú 1,59 krónur.

Í Ósló hefur vísitalan lækkað um 1,78%, Kaupmannahöfn 1,88%, Stokkhólmur 2%, Helskini 2,49% og samnorræna vísitalan Nordic 40 um 2,17%.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 2,09%, Dax í Frankfurt 2,80% og CAC í París um 2,97%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka