Vilja halda í átt að Evrópu

Frá Viðskiptaþingi í dag.
Frá Viðskiptaþingi í dag. Ragnar Axelsson

For­ystu­menn í ís­lensku at­vinnu­lífi virt­ust sam­mála um upp­töku evru og kosti aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu í pall­borðsum­ræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs á Hilt­on Nordica.  

„Ég sem stjórn­andi í fyr­ir­tæki myndi aldrei kom­ast upp með að hafa ekki vel skil­greinda stefnu,“ sagði Jón Sig­urðsson, for­stjóri Öss­ur­ar. „Bíðið ekki eft­ir því að aðrir segi ykk­ur hverj­ir eigi að leiða okk­ur,“ sagði Jón og voru það skila­boð hans til stjórn­mála­manna. Hann sagði að stjórn­völd ættu að leggja ríka áherslu á aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku evru.

Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Auðar Capital, sagði að val okk­ar væri ekki evra eða króna. „Valið er hvort við vilj­um vera hluti af alþjóðasam­fé­lag­inu [...] eða vilj­um við bara skella í lás,“ sagði Krist­ín. Hún sagði að það færi í taug­arn­ar á sér að stjórn­mála­menn segðu að ESB-aðild væri ekki á dag­skrá því aðild myndi ekki hjálpa okk­ur strax.  Það væri ein­mitt málið að setja ESB-aðild á dag­skrá núna og vísaði til þess tíma sem það tæki að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

Svafa Grön­feldt, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík, sagði að stjórn­mála­menn þyrftu að sýna hug­rekki og treysta því gild­is­mati sem þeir hefðu.

Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa Fjarðaráls, sagði að svo virt­ist sem Íslend­ing­ar hefðu skellt hurðinni hressi­lega á alla þá sem hefðu lánað þjóðinni pen­inga. „Þegar að ný stjórn­völd taka við og fólk kem­ur úr stjórn­ar­and­stöðu í stjórn er mik­il­vægt að passa hvernig talað er við fólk sem kem­ur hingað til lands,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka