Sviss, Austurríki og Lúxemborg hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa aflétt bankaleynd. Er þetta gert í kjölfar viðræðna við Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) sem hefur umsjón með setningu slíkra ríkja. Fyrr í vikunni afléttu smáríkin Liechtenstein og Andorra leyndinni. Kemur breytingin til vegna aukins þrýstings á endurskoðun reglna sem gilda í fjármálageiranum.
Í síðasta mánuði féllst svissneski bankinn UBS á að veita bandarískum stjórnvöldum upplýsingar um bankareikninga 300 Bandaríkjamanna hjá bankanum.