Bankaleynd aflétt í Sviss og Lúxemborg

Frá Lak í nágrenni Zurich í Sviss.
Frá Lak í nágrenni Zurich í Sviss. Arnd Wiegmann

Sviss, Austurríki og Lúxemborg hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa aflétt bankaleynd. Er þetta gert í kjölfar viðræðna við Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) sem hefur umsjón með setningu slíkra ríkja. Fyrr í vikunni afléttu smáríkin Liechtenstein og Andorra leyndinni. Kemur breytingin til vegna aukins þrýstings á endurskoðun reglna sem gilda í fjármálageiranum.

Í síðasta mánuði féllst svissneski bankinn UBS á að veita bandarískum stjórnvöldum upplýsingar um bankareikninga 300 Bandaríkjamanna hjá bankanum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK