Evran á 260 krónur

Íslendingur, sem átti rúmar tvær milljónir íslenskra króna í Glitni í Lúxemborg, hefur fengið innstæðuna greidda hjá þarlendum tryggingasjóði innstæðueigenda. Sjóðurinn greiðir út í evrum og skipti andvirði krónanna í evrur á genginu 260. Það þýðir að reikningseigandinn greiddi 260 krónur fyrir hverja evru í staðinn fyrir 145 krónur sem var evrugengi Seðlabankans í gær.

Miðað við gengið 260 fékk reikningseigandinn tæpar 7.700 evrur fyrir krónurnar sínar. Samkvæmt seðlabankagenginu jafngildir það 1,1 milljón króna. Hægt er að líta svo á að hann verði af milljón krónum vegna óhagstæðs gengis.

Innstæður greiddar út að fullu

Samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Glitnis fá allir kröfuhafar Glitnis í Lúxemborg, og þar á meðal innstæðueigendur, innstæður sínar greiddar út að fullu og í þeim gjaldmiðli sem inneignin er í. Áður en þetta varð ljóst báðu einhverjir um útborgun frá tryggingasjóðnum í Lúxemborg. Þeir fá greitt út samkvæmt skilmálum sjóðsins, sem á svo kröfu á Glitni. Það ferli sé bankanum óviðkomandi. Þetta séu líklega þau kjör sem sjóðurinn telur sig geta fengið þegar hann skiptir krónum yfir í evrur.

Sú spurning vaknar hvort íslensk stjórnvöld geti boðist til að kaupa krónur í eigu erlendra fjárfesta á svipuðum kjörum.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir það ekki mögulegt. Samkvæmt samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn megi bara eiga viðskipti með krónur á einu skráðu gengi Seðlabankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK