Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél

Einkaþota Jón Ásgeirs Jóhanessonar hefur verið seld, segir Sunday Times.
Einkaþota Jón Ásgeirs Jóhanessonar hefur verið seld, segir Sunday Times. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son hef­ur selt einkaþotu sína og 50 metra langa Hessen snekkju, að því er kem­ur fram í viðtali, sem Sunday Times birt­ir á morg­un. Þá hef­ur hann sett íbúð sína í New York á sölu. Jón Ásgeir seg­ist enn eiga Rolls-Royce Phantom á Íslandi en aðeins vegna þess að það er ekki auðvelt að selja notaða lúx­us­bíla um þess­ar mund­ir.

„Það er gam­an að eiga þessa hluti en það er hægt að vera án þeirra," hef­ur blaðið eft­ir Jóni Ásgeiri. Full­yrt er í grein­inni, að per­sónu­leg­ar eign­ir Jóns Ásgeirs hafi nán­ast þurrk­ast út en þær voru metn­ar á 600 millj­ón­ir punda, jafn­v­irði 95 millj­arða, fyr­ir tveim­ur árum.

„Ég hef ekki náð mér enn af þessu áfalli," seg­ir Jón Ásgeir um gjaldþrot Baugs. „Þetta gerðist svo hratt að ég hef ekki gert mér grein fyr­ir því. En þetta hef­ur allt farið á versta veg. Ég byggði þetta upp á 11 árum. En svona er lífið."

Hann seg­ist þó ekki hafa gef­ist upp og ætli að byggja upp fyr­ir­tæki á ný.  „Við höfðum allt of mikið á okk­ar könnu. Ekki aðeins í smá­sölu held­ur í ýmsu öðru, sem við þurft­um að eyða tíma í. Við mun­um gera þetta öðru­vísi næst. Það verður minna og með skýr­ara mark­miði."

Blaðið Sunday Tel­egraph birt­ir einnig ýt­ar­lega um­fjöll­un um Baug og ræðir við Gunn­ar Sig­urðsson, for­stjóra fé­lags­ins. Þar tek­ur Gunn­ar und­ir með Jóni Ásgeiri að for­svar­menn Baugs hafi senni­lega verið með of mörg járn í eld­in­um. Á end­an­um hafi hins veg­ar felli­byl­ur­inn, sem fór yfir fjár­mála­kerfi heims­ins, orðið fyr­ir­tæk­inu að falli. 

Grein Sunday Times

Grein Sunday Tel­egraph

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka