Olíumálaráðherrar OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, ákváðu á fundi í Vínarborg í dag að halda framleiðslu óbreyttri að minnsta kosti fram í maí. Munu ráðherrarnir halda fund á ný 28. maí og leggja þá nýtt mat á stöðuna á olíumarkaði.
Opinber framleiðslukvóti OPEC-ríkjanna er nú 24,84 milljónir lítra á dag. OPEC samþykkti í lok síðasta árs að draga úr framleiðslu sem svarar til 4,2 milljóna lítra á dag. Hins vegar er óljóst hvort af því hafi orðið í raun og ætlar OPEC nú að reyna að tryggja að aðildarríkin fari eftir þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið.