Lánardrottnar Kaupthing Bank í Luxembourg höfnuðu í dag í atkvæðagreiðslu áætlun um endurskipulagningu bankans. Frá þessu greina stjórnendur bankans og umsjónarmenn bankans í greiðslustöðvun.
„Atkvæðagreiðslan fór fram í dag, mánudaginn 16. mars 2009, og felldu
lánardrottnar bankans samkomulagið. Annars vegar höfnuðu lánardrottnar
sem eiga 53% af útistandandi kröfum samkomulaginu og hins vegar 17 af
þeim 25 bönkum um ræðir. Í báðum tilvikum þurfti samþykki meirihluta
til að samkomulagið öðlaðist gildi.
Í framhaldinu munu
umsjónarmenn greiðslustöðvunar ásamt yfirvöldum ræða við aðila málsins
með það að markmiði að leggja fram nýtt samningstilboð á næstu dögum,“ segir í tilkynningu.
Þann 9. október 2008 var Kaupthing Bank Luxemburg S.A. sett í greiðslustöðvun að ósk bankans skv. dómsúrskurði héraðsdómstóls í Luxembourg.
Í desember s.l. var undirritað samkomulag á milli yfirvalda í Luxembourg og fjárfestingarsjóðs í eigu líbýskra yfirvalda um endurskipulagningu bankans en þetta samkomulag var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki lánardrottna bankans.