Gríðarleg reiði vegna AIG

Bónusar hjá AIG eru fyrir vanhæni að mati þingmanns á …
Bónusar hjá AIG eru fyrir vanhæni að mati þingmanns á Bandaríkjaþingi. ERIC THAYER

Ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, er gríðarlega reið vegna fyrirætlana tryggingarisans AIG um að greiða 165 milljónir dollara í bónusa til starfsmanna. Öldungardeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi eru sama sinnis og ríkisstjórnin, en AIG hefur fengið 180 milljarða dollara ríkisstuðning.

Fram kemur í bandarískum vefmiðlum að þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi lýst vanþóknun sinni á fyrirætlunum yfirstjórnenda AIG þá sé líklega ekkert sem geti komið í veg fyrir að bónusarnir verði greiddir út. Þar sé um að ræða samningsatriði við starfsmenn sem ekki sé hægt að rifta.

Þingmaðurinn Barney Frank, formaður þeirrar nefndar sem hefur með stafsemi fjármálafyrirtækja að gera á Bandaríkjaþingi, hefur sagt að vel geti verið að starfsmenn AIG eigi rétt á þessum bónusgreiðslum samkvæmt samningum. Þeir eigi hins vegar ekki rétt á því að halda störfum sínum að eilífu. Bónusarnir séu augljóslega verðlaun fyrir vanhæfni þessara starfsmanna í starfi.

Fjárstuðningur stjórnvalda í Bandaríkjunum til handa AIG upp á 180 milljarða dollara var veittur til að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækisins á síðasta ári.

Samkvæmt frétt BBC-fréttastofunnar lá fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, yfir því hvaða leiðir væru færar til að koma í veg fyrir að bónusar AIG yrðu greiddir út. Niðurstaðan hafi orðið að slíkt væri ekki mögulegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK