Fylgdust illa með

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Nefnd sem fylgist með fjármálum sveitarfélaga í Bretlandi segir að mörg þeirra hafi sofnað á verðinum og ekki fylgst með því sem var að gerast. Það sama eigi við um eftirlitsstofnanir í landinu. Breskur þingmaður segir að sveitarfélögin muni væntanlega einungs fá um 5% af fjárfestingum sínum í íslenskum félögum.

Phyllis Starkey, sem er þingmaður Verkmannaflokksins í Bretlandi, segir að skýrsla þingnefndar sem hefur með fjárfestingar sveitarfélaga í landinu að gera, segir að í skýrslunni, sem verður birt í næsta mánuði, sé sofandaháttur þeirra sem hafi átt að fylgjast með fjárfestingunum gagnrýndur harkalega. Segir hún að fjárfestingar í íslenskum félögum hafa algjörlega farið úr böndunum og ekkert eftirlit hafi verið með þeim. Fjármálasérfræðingar sveitarfélaganna hafi algjörlega verið sofandi á verðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka