Hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell ætlar að greiða hluthöfum sínum samtals 10 milljarða dollara í arð á þessu ári, jafnvirði um 1.150 milljarða íslenskra króna. Í yfirlýsingu segir að staða félagsins sé sterk. Arðgreiðslurnar séu skýr yfirlýsing um að stjórn félagsins hafi trú á framtíð þess.