Sigurður Einarsson: Telur að trúnaðargögnum hafi verið stolið

Sigurður Einarsson var starfandi stjórnarformaður Kaupþings
Sigurður Einarsson var starfandi stjórnarformaður Kaupþings Kristinn Ingvarsson

Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur sent Ragnari Hafliðasyni, settum forstjóra Fjármálaeftirlitsins, bréf og spurt hvað hann hyggist gera vegna trúnaðargagna úr Kaupþingi sem Sigurður telur að hafi verið stolið og notuð til fréttaflutnings í Morgunblaðinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sú umfjöllun sem Sigurður vísar til í Morgunblaðinu varðar lán til eigenda Kaupþings og annarra tengdra aðila upp á um 500 milljarða króna. Voru þar nefndir Ólafur Ólafsson í Samskipum, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK