Peningum dælt inn í hagkerfið

Seðlabanki Bandaríkjanna.
Seðlabanki Bandaríkjanna. AP

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hann muni verja allt að 300 milljörðum dollara til að kaupa skuldir, en með þessu vill bankinn blása lífi í lánastarfsemi í landinu og stuðla að efnahagslegum bata.

Eftir kaupin verður efnahagsreikningur Seðlabankans orðinn 1,15 billjónir dollara.

Að sögn talsmanna bankans mun hann byrja á því að kaupa langtímaskuldir og síðar skuldir tengdum íbúðarlánum.

Tilkynningin kom fjárfestum á óvart, þ.e. umfang kaupanna, og varð það til þess að Dow Jones vísitalan hækkaði um tæplega 200 stig.

Seðlabanki Bretlands hefur þegar hafið að kaupa ríkisskuldir, en það er gert til að auka peningamagn í umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK