Tengsl starfsmanna lögmannsstofunnar LOGOS við Baug Group, eigendur félagsins og aðra tengda aðila eru víðtæk. Í gær var fjallað um þá vinnu sem starfsmenn stofunnar unnu fyrir Baug og FL Group, en sumir starfsmenn lögmannsstofunnar tengjast aðilum málsins með öðrum hætti.
Gunnar Sturluson, faglegur framkvæmdastjóri Logos, var eigandi fjárfestingarfélagsins Elliðahamars sem átti hlut í FL Group. Sá hlutur var reyndar ekki stór, en Gunnar var jafnframt stjórnarmaður í Oddaflugi, fjárfestingarfélagi Hannesar Smárasonar, sem var stærsti hluthafinn í FL Group um langt skeið. Óþarfi er að fara í löngu máli yfir tengsl FL Group og Baugs, en Jón Ásgeir Jóhannesson var bæði stjórnarformaður Baugs og FL Group, síðar Stoða. Þá seldi Baugur FL Group stóra hluti í nokkrum fasteignafélögum í árslok 2007 og fékk í staðinn hlutabréf í FL Group. Mörg fyrirtæki eru með leigusamninga við þessi fasteignafélög, þar á meðal mörg fyrirtæki tengd Baugi.
Skiptastjóri Baugs Group mun væntanlega þurfa að fara yfir þessa samninga í starfi sínu.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.