Stýrivextir lækkaðir í 17%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 1 prósentustig, úr 18% í 17%.  Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli. Stýrivöxtum var síðast breytt þann 28. október og voru þeir þá hækkaðir um 6 prósentustig í 18% en þeir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig í 12% 16 dögum áður.

Klukkan 11, verður kynningarfundur Seðlabanka Íslands sendur út á vef bankans, en á fundinum verða færð rök fyrir vaxtaákvörðuninni. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er þann 25. júní.

Vaxtalækkunin nú er fyrsta ákvörðun um stýrivexti bankans eftir að nýr bankastjóri tók við, Norðmaðurinn Svein Harald Øygard. Ákvörðun um stýrivexti kemur nú frá svonefndri peningastefnunefnd sem skipuð var samkvæmt nýjum lögum um Seðlabankann. Nefndin, undir forystu seðlabankastjóra, tekur hér eftir ákvarðanir um stýrivexti og önnur stjórntæki bankans í peningamálum.

Flestir reiknuðu með að bankinn myndi lækka stýrivextina um 0,5 til 1 prósentustig. Meðal þeirra er Greining Íslandsbanka, sem spáir lækkun um 50 punkta en útilokar ekki 100 punkta lækkun og sérfræðingar sem Reuters fréttastofan leitaði til en þeir spáðu 100 punkta lækkun að meðaltali.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði hafnað beiðni Seðlabankans í síðasta mánuði um lækkun stýrivaxta um þrjú prósentustig, eða niður í 15%. Forstjóri sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, mun hafa lagst gegn þeim áformum og talið rétt að bíða með vaxtalækkanir á meðan óvissa ríkti í stjórnmálum hér á landi. Tekið var undir rök bankastjórnar fyrir vaxtalækkun að öðru leyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka