Atorka Group vinnur nú að frekari framlengingu á kyrrstöðusamningnum í góðri samvinnu við aðila samkomulagsins og mun félagið tilkynna um niðurstöðu um leið og hún liggur fyrir.
Þann 10. febrúar tilkynnti Atorka Group hf. (Atorka) um samning um kyrrstöðu til 20. mars 2009 í skuldabréfaflokkum með auðkennið ATOR 07 2 og ATOR 06 1 við viðskiptabanka félagsins.
Á því tímabili féllu vaxtagjalddagar í flokkum ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1, sem Atorka greiddi til allra aðila sem standa fyrir utan kyrrstöðusamninginn, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.