Landsbankinn lækkar vexti

mbl.is

Í framhaldi af lækkun stýrivaxta úr  18% í 17% hefur Landsbankinn ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum til samræmis. Ennfremur hefur bankinn ákveðið að lækka vexti á verðtryggðum inn- og útlánum.

Vekur athygli að bankinn lækkar einnig verðtryggða vexti en stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa bein áhrif á óverðtryggða vexti en verðtryggðir vextir taka mið af almennri vaxtaþróun á markaði.

Vextir á verðtryggðum inn- og útlánum lækka um 1 prósentustig.
Vextir óverðtryggðra innlána lækka á bilinu 0,5 til 1,2 prósentustig.
Vextir óverðtryggðra útlána lækka um allt að 1 til 1,2 prósentustig og eru það námsmenn sem njóta mestrar lækkunar á yfirdráttarlánum sínum. 

Vextir bankans munu halda áfram að taka breytingum í samræmi við aðstæður á markaði.  Með almennri vaxtalækkun er Landsbankinn að styðja við markmið stjórnvalda og Seðlabanka um að koma á efnahagslegum stöðugleika sem fyrst og létta greiðslubyrði skuldara, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum.
 
Vaxtabreytingin tekur gildi 21. mars n.k.

Nánari upplýsingar um vaxtakjör bankans má finna á vef Landsbankans  en taflan verður uppfærð þann 21. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK