Suðurnesjamenn ehf. gjaldþrota

Bláa lónið var eitt félaga sem Suðurnesjamenn keyptu í.
Bláa lónið var eitt félaga sem Suðurnesjamenn keyptu í. mbl.is

Fjárfestingarfélagið Suðurnesjamenn ehf. er gjaldþrota og auglýst hefur verið eftir kröfum í þrotabúið. Suðurnesjamenn ætluðu að kaupa hlut í Hitaveitu Suðurnesja en enduðu á að fjárfesta í Sparisjóði Keflavíkur, Icebank og Bláa lóninu. Var það meðal annars fjármagnað af Icebank.

Í frétt viðskiptablaðs Morgunblaðsins 4. september síðastliðinn sagði að Icebank, sem nú heitir aftur Sparisjóðabankinn, hafði sent stjórn Suðurnesjamanna bréf og farið fram á að félagið leggi fram 2,5 milljarða króna í tryggingu fyrir láni sem notað var til að kaupa hlut í Sparisjóði Keflavíkur árið 2007 Lánið, sem er erlent, hafi hækkað mikið og verðmæti eignarhlutarins í Sparisjóði Keflavíkur hrunið. Það var ekki gert.

Grímur Sæmundsen í Bláa lóninu var framkvæmdastjóri félagsins og er einn hluthafa í gegnum félagið Hvatningu. Aðrir eigendur tengjast útgerðarfélögunum Þorbirni – Fiskanesi, Nesfiski og Vísi í Grindavík. Einnig átti sjálfur Sparisjóður Keflavíkur hlut um tíma og Kaupfélag Suðurnesja er hluthafi.

Ásamt fjárfestingu í Sparisjóði Keflavíkur keypti dótturfélag Suðurnesjamanna 8,5% í Icebank þegar Byr og SPRON seldu sína hluti seint árið 2007. SPRON lánaði fyrir þeim kaupum.

„Hér með er skorað á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjóra í búinu innan tveggja mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar.

Kröfulýsingar skulu sendar skiptastjóra að Borgartúni 25, 105 Reykjavík.
Skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins verður haldinn á skrifstofu skiptastjóra að Borgartúni 25, Reykjavík, á ofangreindum tíma,“ segir í auglýsingu frá skiptastjóranum Sveini Andra Sveinssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka