SPRON til Kaupþings

Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, kynntu aðgerðir …
Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, kynntu aðgerðir vegna sparisjóðanna mbl.is/Golli

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur tekið SPRON og Spari­sjóðabank­ann yfir og verður starf­semi þeirra flutt til annarra fjár­mála­stofn­ana. SPRON til Nýja Kaupþings og Spari­sjóðabank­inn til Seðlabanka Íslands. Rekst­ur annarra spari­sjóða verður tryggður. Þetta kom fram í máli viðskiptaráðherra, Gylfa Magnús­son­ar á blaðamanna­fundi í dag.

Skila­nefnd verður sett yfir SPRON og er ljóst að ein­hverj­ir starfs­menn SPRON munu ekki fá vinnu áfram en ein­hverj­ir fá vinnu hjá Nýja Kaupþingi. Viðskipta­vin­ir SPRON fá, að því er fram kom á fund­in­um, sjálf­krafa aðgang að inn­stæðum sín­um og njóta annarr­ar bankaþjón­ustu hjá Nýja Kaupþingi. Sama gild­ir um viðskiipta­vini Net­bank­ans.

Eng­in skila­nefnd verður sett yfir Spari­sjóðabank­ann (Icebank) enda starf­semi hans með öðrum hætti. Greiðslumiðlun hans flyst til Seðlabank­ans. Reiknað er með að bank­inn fari í hefðbundið greiðslu­stöðvun­ar­ferli.

Fram kom hjá Gylfa að stjórn­völd hefðu ákveðið að grípa til sam­hæfðra aðgerða til að verja hags­muni viðskipta­vina spari­sjóðanna og tryggja bankaþjón­ustu um allt land. Með þeim aðgerðum hafi styrk­um stoðum verið skotið und­ir áfram­hald­andi starf­semi spari­sjóða og þeim gert kleift að taka virk­an þátt í end­ur­reisn hag­kerf­is­ins. 

Af þessu til­efni árétt­ar rík­is­stjórn­in að inn­stæður í inn­lend­um viðskipta­bönk­um og spari­sjóðum og úti­bú­um þeirra hér á landi eru tryggðar að fullu.

Sagði Gylfi að að SPRON og Spari­sjóðabank­inn hafi starfað með und­anþágu und­an­farna mánuði varðandi eig­in­fjár­stöðu. Fyr­ir­tæk­in hafa fengið lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu hjá Seðlabank­an­um með skil­yrðum um að sam­komu­lag næðist við lán­ar­drottna um lausn eig­in­fjár­vanda fyr­ir­tækj­anna gegn því að þau fengju eig­in­fjár­fram­lag frá rík­is­sjóði. Einnig væri það skil­yrði sett að full­nægj­andi veð yrðu lögð fram til að áhætta rík­is­sjóðs yrði tak­mörkuð.  Gylfi sagði að rætt hafi verið við lán­ar­drottna um hugs­an­lega end­ur­fjármögn­un skulda en lausa­fjárstaðan hafi haldið áfram að versna. Því hafi verið óhjá­kvæmi­legt að grípa inn í rekst­ur SPRON og Spari­sjóðabank­ans.

„Ég hefði gjarn­an viljað sá þessa sögu enda öðru­vísi. SPRON og Icebank eru stofn­an­ir sem hefðu gjarn­an mátt lifa. Því miður voru ekki for­send­ur fyr­ir því og því fór sem fór. Hug­ur okk­ar er með starfs­fólki,“ sagði Gylfi og kvaðst vona að það tæk­ist að vinna úr þeim mál­um með góðum hætti. Tók hann fram að ein­hver hluti starfs­manna SPRON flytj­ist yfir til Nýja Kaupþings en það geti ekki orðið stór hluti.

Gunn­ar Har­alds­son, formaður stjórn­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sagði á blaðamanna­fund­in­um að vegna vanda­mála með eig­in­fjár­stöðu og ekki síst lausa­fjár­stöðu þess­ara tveggja fjár­mála­fyr­ir­tækja hafi verið of mik­il áhætta í kerf­inu, að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Seðlabank­ans. Reynt hafi verið að finna lausn­ir en niðurstaðan hafi verið að grípa til þess­ar­ar neyðarráðstöf­un­ar þar sem aðrar leiðir hafi ekki verið fær­ar. Gat hann þess að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði fengið bréf frá stjórn­un SPRON og Spari­sjóðabank­ans þar sem mælst er til að rekst­ur þeirra verði tek­inn yfir.

Tryggja rekst­ur spari­sjóðanna

Gylfi sagði frá því að gripið yrði til aðgerða til að tryggja rekst­ur ell­efu spari­sjóða. Það eru Byr, Spari­sjóður Bol­ung­ar­vík­ur, Spari­sjóður Höfðhverf­inga, Spari­sjóður Kefla­vík­ur, Spari­sjóður Mýra­sýslu, Spari­sjóður Norðfjarðar, Spari­sjóður Suður-Þing­ey­inga, Spari­sjóður Stranda­manna, Spari­sjóður Svarf­dæla, Spari­sjóður Vest­manna­eyja og Spari­sjóður Þórs­hafn­ar.  Sagði ráðherra að stjórn­völd teldu að með viðeig­andi ráðstöf­un­um yrði áfram­hald­andi rekst­ur þess­ara spari­sjóða tryggður.

Sam­kvæmt neyðarlög­un­um er rík­inu heim­ilt að leggja fram allt að 20% eig­in­fjár­fram­lag til spari­sjóða. Sex hafa þegar óskað eft­ir þess­ari aðstoð.

Sagði Gylfi að með þess­um aðgerðum væri styrk­ari stoðum skotið und­ir banka­kerfið og kostnaður rík­is­sjóðs yrði inn­an þeirra marka sem fjár­lög heim­ila. Hann gat þó ekki nefnt heild­ar­töl­ur um áætlaðan kostnað. 

„Við telj­um að með þessu séum við að mestu búin að sjá fyr­ir end­ann á þeim áföll­um sem dundu yfir okk­ur síðastliðið haust,“ sagði Gylfi Magnús­son.

Gert er ráð fyr­ir því að umræða verði á Alþingi á mánu­dag um ráðstaf­an­irn­ar.

SPRON
SPRON
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK