Vildu ekki selja Samson

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/hag

Framsóknarflokkurinn var á móti því að Samson-hópurinn fengi að kaupa meira en þriðjung í Landsbanka Íslands haustið 2002. Í minnispunktum Skarphéðins Berg Steinarssonar, þáverandi starfsmanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, vegna viðræðna við Samson frá 9. október 2002 segir orðrétt að „nokkur andstaða er hjá Framsóknarmönnum við að Samson kaupi meira en 33,3%.

Það kom þó aldrei fram í þeim gögnum sem framkvæmdanefndin hefur látið frá sér fara.“ Þar er átt við að aldrei hafi verið talað um hámarkshlut þess sem ríkið vildi selja heldur einungis að það vildi selja að minnsta kosti fjórðung í bankanum.

Fullur aðgangur að gögnum

Morgunblaðið hefur fengið að gang að öllum gögnum einkavæðingarnefndar sem tengjast sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka.

Þeirra á meðal eru fundargerðir nefndarinnar, öll inn send og útsend bréf og tölvupóstar og matsskýrslur HSBC, sem var ráðgjafi íslenska ríkisins í söluferlunum.

Í gögnunum kemur fram að stefnt hafði verið að því í upphafi að skrifa undir samkomulag við Samson-hópinn um kaup á kjölfestu hlut í Landsbankanum 4. október 2002, en ljóst er að það frestaðist af einhverri ástæðu. Þann 7. október lagði hópurinn loks fram tilboð í hlut ríkisins.

Í minnisblaði einkavæðinganefndar um hver viðbrögð hennar ættu að vera eru lagðar fram hugmyndir um að takmarka kaup hópsins við í mesta lagi um 40 prósenta hlut í bankanum. Ljóst er að skoðun Framsóknarmanna um að Samson fengi ekki að kaupa meira en þriðjung var því komið á framfæri við hópinn í viðræðum við hann. Ítarlega er fjallað um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka