Breytingar gerðar á viðræðunefnd

Björn Rúnar Guðmundsson
Björn Rúnar Guðmundsson

Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, fer úr viðræðunefnd sem skipuð var þann 24. febrúar sl. vegna þeirra lána sem nágrannaríki Íslands hafa heitið.  Jafnframt hefur verið ákveðið að fjölga í nefndinni úr fjórum í fimm. Þær Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Ragnhildur Arnljótsdóttir koma nýjar í nefndina sem Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins stýrir.

Martin Eyjólfsson og Sturla Pálsson munu auk Jóns sitja áfram í nefndinni.

Svavar Gestsson sendiherra er formaður nefndarinnar sem sér um samninga vegna Icesave-skuldbindinga. Með honum í þeirri nefnd eru: Áslaug Árnadóttir, Indriði Þorláksson, Martin Eyjólfsson, Páll Þórhallsson og Sturla Pálsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK