Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, fer úr viðræðunefnd sem skipuð var þann 24. febrúar sl. vegna þeirra lána sem nágrannaríki Íslands hafa heitið. Jafnframt hefur verið ákveðið að fjölga í nefndinni úr fjórum í fimm. Þær Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Ragnhildur Arnljótsdóttir koma nýjar í nefndina sem Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins stýrir.
Martin Eyjólfsson og Sturla Pálsson munu auk Jóns sitja áfram í nefndinni.
Svavar Gestsson sendiherra er formaður nefndarinnar sem sér um samninga vegna Icesave-skuldbindinga. Með honum í þeirri nefnd eru: Áslaug Árnadóttir, Indriði Þorláksson, Martin Eyjólfsson, Páll Þórhallsson og Sturla Pálsson.