Fóru 60 sinnum til útlanda

Félag vélstjóra og málmtæknimanna spurði um boðsferðir og gjafir til …
Félag vélstjóra og málmtæknimanna spurði um boðsferðir og gjafir til Sameinaða lífeyrissjóðsins.

Framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins og forstöðumaður eignastýringasviðs fóru samtals 60 sinnum til útlanda á vegum sjóðsins á árunum 2003 til lok árs 2008. Í um helming tilvika var um boðsferðir að ræða að því er fram kemur í svari sjóðsins við fyrirspurn Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Framkvæmdastjóranum, Kristjáni Erni Sigurðssyni, og yfirmanni eignastýringasviðs, Hrund Guðmundsdóttur, var einnig boðið einu sinni á ári í laxveiði síðastliðin þrjú ár. Samtals eru það sex veiðiferðir. Að auki hefur Ólafur Haukur Jónsson, forstöðumaður rekstrarsviðs, farið í tvær ferðir síðast liðin tvö ár.

Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sendi lífeyrissjóðnum fyrirspurn vegna umræðu um boðsferðir, gjafir og annað sem framkvæmdastjóri, forstöðumaður eignastýringar og stjórnarmenn sjóðsins hefðu þegið af félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í frá og með árinu 2003 til ársloka 2008.

Orðrétt segir í svari sjóðsins:

„Mikil samskipti hafa verið við íslensku bankana vegna innlendra og erlendra eigna sjóðsins, en þeir hafa annast ráðgjöf, eignastýringu og ýmis viðskipti í tengslum við þær. Sjóðurinn hefur einnig átt í beinum samskiptum við erlenda eignarstýringaraðila, sem hafa veitt margvíslega þjónustu er varða úttektir og upplýsingagjöf.

Þessi samskipti hafa fyrst og fremst verið í höndum Kristjáns Arnar Sigurðssonar framkvæmdastjóra sjóðsins og Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur forstöðumanns eignastýringasviðs. Samskiptin hafa kallað á allnokkrar utanlandsferðir, sem bæði hafa verið skipulagðar af sjóðnum sjálfum en einnig af fyrirtækjum sem sjóðurinn er í viðskiptum við. Á því tímabili sem spurt er um lætur nærri að umræddir starfsmenn hafi hvort um sig farið fimm ferðir á ári vegna eigna sjóðsins erlendis en að auki hefur Ólafur Haukur Jónsson forstöðumaður rekstrarsviðs farið í tvær slíkar ferðir síðast liðin tvö ár.

Að jafnaði hefur um helmingur þessara ferða verið skipulagðar kynnisferðir fyrir fulltrúa íslenskra fjárfesta vegna tiltekinna fjárfestingaverkefna erlendis og hafa þær verið greiddar af samstarfsaðilum Sameinaða lífeyrissjóðsins. Aðrar utanlandsferðir hafa verið að frumkvæði sjóðsins og greiddar af honum. Innanlands hafa framkvæmdastjóri og forstöðumaður eignastýringarsviðs hvort um sig þegið eina stutta boðsferð árlega í veiði undanfarin þrjú ár. Stjórnarmenn Sameinaða lífeyrissjóðsins hafa hins vegar ekki þegið boðsferðir á vegum sjóðsins, hvorki innanlands né utan. “

Svar Sameinaða lífeyrissjóðsins í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK