Glitnismenn komu heim auralausir

Glitnismenn komu auralausir úr ferð frá Bandaríkjunum.
Glitnismenn komu auralausir úr ferð frá Bandaríkjunum. mbl.is/Friðrik

Í minnisblaði af fundi starfsmanna Seðlabanka Íslands með fulltrúum stórra banka í London frá því í febrúar 2008 kemur fram að ýmsir töldu að Glitnir væri í verulegum vandræðum.

„Iðulega var vísað í ferð þá til Bandaríkjanna, þar sem Glitnismenn komu heim auralausir, en einnig var af hálfu sumra bent á að eigendur Glitnis væru í þröngri stöðu eða gætu fljótlega lent í vandræðum, svo baklandið stæði alls ekki sterkt,“ segir í minnisblaðinu.

Í minnisblaðinu segir að í samtölum við bankamenn í London hafi komið fram að skýringafundir Landsbankans þar hafi verið vel heppnaðir og forustumenn bankans komið fram með trúverðugum hætti og virst geta svarað spurningum leikandi og undanbragðalaust. Landsbankinn stæði einnig að öðru leyti best hvað fjármögnun varðaði en hann væri hins vegar berskjaldaður, ef hinir færu illa.

Kaupþing skorið úr snörunni

Um Kaupþing segir í minnisblaðinu: „Kaupþingi væri ekki nægilega vel treyst og yfirlýsingaferill þeirra, bæði almennur og sem tengdist hollenska bankanum [kaupin á NIBC], væri ósannfærandi, svo ekki væri meira sagt. Almennt væri talið að íslensk yfirvöld hefðu beint eða óbeint skorið bankann niður úr snörunni eftir hin vafasöm kaup á hollenska bankanum (í sjálfu sér talið af öllum, að sú aðgerð hefði verið mjög jákvæð).

Fleiri en einn banki benti á að Kaupþing hefði ekki á uppgjörsfundum getað útskýrt mál með trúverðugum hætti og t.d. hefðu þeir ekki getað gert grein fyrir því, hvernig 8,2 milljóna evra lánsfjármagnsútvegun á síðasta ári væri sundurliðuð, og þær skýringar sem gefnar hefðu verið umfram þau lán sem þekkt voru, voru fjarri því að vera fullnægjandi, “ segir í minnisblaði Seðlabankans frá febrúar 2008.

Minnisblað Seðlabankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK