Hafa stefnt fjármálalífinu í hættu

Davíð Oddsson greindi frá tilurð minnisblaðsins í viðtali við Kastljósið.
Davíð Oddsson greindi frá tilurð minnisblaðsins í viðtali við Kastljósið.

„Það er ljóst að ís­lensku bank­arn­ir, Kaupþing og Glitn­ir al­veg sér­stak­lega, hafa stefnt sér og það sem verra er, ís­lensku fjár­mála­lífi, í mikla hættu, jafn­vel hrein­ar ógöng­ur,“ seg­ir í niður­stöðu í minn­is­blaði Seðlabank­ans eft­ir fundi starfs­manna bank­ans með banka­mönn­um í London í fe­brú­ar 2008.

„Það er ljóst að ís­lensku bank­arn­ir, Kaupþing og Glitn­ir al­veg sér­stak­lega, hafa stefnt sér og það sem verra er, ís­lensku fjár­mála­lífi, í mikla hættu, jafn­vel í hrein­ar ógöng­ur, með ábyrgðarlausri fram­göngu á und­an­förn­um árum. Hættu­legt er að haf­ast ekk­ert að í þeirri von að markaðir opn­ist óvænt og all­ur vandi verði þá úr sög­unni. Nauðsyn­legt er að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleys­an­leg. Ekki er hægt að úti­loka að miklu fyrr ræt­ist úr markaðsaðstæðum og aðgengi að fjár­magni en nú talið. Ekk­ert bend­ir þó enn til þess og ef menn láta sér nægja að lífa í von­inni verður of seint að bregðast við þegar ljóst verður að von­in ræt­ist ekki,“ seg­ir orðrétt í niður­stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK