Atvinnuleysi mældist 10,9% í Póllandi í febrúar samanborið við 10,5% í janúar, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun Póllands. Er þetta fjórði mánuðurinn í röð sem atvinnuleysi eykst í Póllandi á milli mánaða. Í febrúar 2008 mældist atvinnuleysi 11,5% og 8,8% í október í fyrra.