Búast við minni verðbólgu

Verðbólgan fer nú minnkandi í takt við lækkandi fasteignaverð og …
Verðbólgan fer nú minnkandi í takt við lækkandi fasteignaverð og minni eftirspurn í hagkerfinu. Reuters

Nokkuð miklar verðbreytingar hafa verið á skuldabréfamarkaðnum í dag í kjölfar þess að verðbólgutölur voru birtar í morgun. Hafa fjárfestar verið að selja verðtryggð skuldabréf og kaupa óverðtryggð bréf. Það gefur til kynna að þeir búast við lækkandi verðbólgu.

Nokkur velta hefur verið með skuldabréf í dag eða fyrir 9,2 milljarða króna. Óverðtryggð ríkisbréf með gjalddaga í febrúar 2019 höfðu hækkað mest klukkan þrjú í dag eða um 1,85%. Ríkisbréf með gjalddaga 2013 höfðu hækkað um 0,58% og styttri bréf hækkuðu minna.

Þar sem fjárfestar eru að selja verðtryggð bréf höfðu íbúðabréf, sem eru verðtryggð, með gjalddaga 2044 lækkað um 1,91%. Íbúðabréf með gjalddaga 2024 lækkuðu um 1,87% og styttri bréf lækkuðu minna.

Þetta gefur vísbendingar um að fjárfestar eru að kaupa óverðtryggð ríkisbréf en selja verðtryggð íbúðabréf. Það er í samræmi við spár manna um að verðbólga fari nú lækkandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK