Búast við minni verðbólgu

Verðbólgan fer nú minnkandi í takt við lækkandi fasteignaverð og …
Verðbólgan fer nú minnkandi í takt við lækkandi fasteignaverð og minni eftirspurn í hagkerfinu. Reuters

Nokkuð mikl­ar verðbreyt­ing­ar hafa verið á skulda­bréfa­markaðnum í dag í kjöl­far þess að verðbólgu­töl­ur voru birt­ar í morg­un. Hafa fjár­fest­ar verið að selja verðtryggð skulda­bréf og kaupa óverðtryggð bréf. Það gef­ur til kynna að þeir bú­ast við lækk­andi verðbólgu.

Nokk­ur velta hef­ur verið með skulda­bréf í dag eða fyr­ir 9,2 millj­arða króna. Óverðtryggð rík­is­bréf með gjald­daga í fe­brú­ar 2019 höfðu hækkað mest klukk­an þrjú í dag eða um 1,85%. Rík­is­bréf með gjald­daga 2013 höfðu hækkað um 0,58% og styttri bréf hækkuðu minna.

Þar sem fjár­fest­ar eru að selja verðtryggð bréf höfðu íbúðabréf, sem eru verðtryggð, með gjald­daga 2044 lækkað um 1,91%. Íbúðabréf með gjald­daga 2024 lækkuðu um 1,87% og styttri bréf lækkuðu minna.

Þetta gef­ur vís­bend­ing­ar um að fjár­fest­ar eru að kaupa óverðtryggð rík­is­bréf en selja verðtryggð íbúðabréf. Það er í sam­ræmi við spár manna um að verðbólga fari nú lækk­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK