Stjórnendur sænskra ríkisfyrirtækja eiga ekki lengur möguleika á því að fá greidda bónusa. Þeir verða hér eftir eingöngu á föstum launum, samkvæmt ákvörðun sænsku ríkisstjórnarinnar. Einnig verða launasamningar helstu stjórnenda þessara fyrirtækja endurskoðaðir.
Samkvæmt sænska dagblaðinu Dagens Nyheter hefur komið í ljós að æðstu yfirmenn hjá 12 af 53 ríkisfyrirtækju í Svíþjóð hafi fengið greiddar bónusgreiðslur. Er í blaðinu vitnað í ráðherra sem segja, að bónusar séu slæm leið til að umbuna stjórnendum. Næsta víst sé að slíkar greiðslur eigi sinn þátt í þeirri stöðu sem er í efnahagslífinu, jafnt í Svíþjóð sem víða annars staðar. Bónusar stuðli að ójafnvægi efnahagslífinu.