Samdi um 26 milljarða lán og vill kaupa Netbankann

Jón Þórisson forstjóri VBS
Jón Þórisson forstjóri VBS Mbl.is

 Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir það bera vott um „ótrúlegt siðleysi“ að VBS fjárfestingarbanki hafi sett sig í samband við skilanefnd SPRON til þess að hefja viðræður um kaup á Netbankanum, nb.is, dótturfélagi SPRON, þegar blekið er vart þornað á samningi VBS við ríkissjóð vegna 26 milljarða skuldar sem varð til í svokölluðum endurhverfum viðskiptum VBS við Seðlabankann. Hann segist orðlaus og á ekki von á öðru en að þetta verði stöðvað, en MP hefur lýst yfir áhuga á Netbankanum og hluta af útibúaneti SPRON.

Rétt eins og innstæður á reikningum hjá SPRON voru allar innstæður Netbankans færðar yfir til Nýja Kaupþings í gær. Þrjú önnur fjármálafyrirtæki hafa sett sig í samband við skilanefnd SPRON og lýst yfir áhuga á að kaupa eignir.

Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, segir að með kaupum á Netbankanum yrði styrkari stoðum skotið undir rekstur bankans. „Bætir það rekstrargrundvöll VBS og verðmæti. Þá eykur það möguleika okkar til að greiða lánið frá ríkinu til baka. Ætti lánveitandinn að vera ánægður með það.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK