Stjórnendur Össurar selja hlutabréf

Höfuðstöðvar Össurar.
Höfuðstöðvar Össurar.

Forstjóri Össurar hf. og framkvæmdastjórar hafa selt stærstan hluta hlutabréfa sinna í félaginu, alls 23.441.801 hlut eða 5,6% af heildarhlutafé félagsins. Kaupandi hlutabréfanna er danska fjárfestingafyrirtækið William Demant Invest A/S, sem hefur verið stærsti hluthafi Össurar frá árinu 2005 og eykur við kaupin hlut sinn úr 34,3% af heildarhlutafé í 39,9%.

Fram kemur í tilkynningu frá Össuri, að stærstur hluti bréfanna, sem stjórnendurnir seldu, hafi upphaflega verið keyptur á hlutabréfamarkaði og fjármagnaður að nokkru leyti með lánsfé.  Bréfin eru seld til uppgjörs á þeim skuldum. Össur eða aðrir hluthafar félagsins hafi aldrei veitt stjórnendum lán eða ábyrgðir.

Í tilkynningunni segir, að  þessar eignabreytingar leiði ekki til skyldu til að gera yfirtökutilboð í hlutabréf annarra hluthafa, þar sem nýsamþykktar breytingar á yfirtökureglum laga um verðbréfaviðskipti hafi ekki formlega tekið gildi. Þá séu engar breytingar fyrirhugaðar á rekstri Össurar, hvorki á Íslandi né annarsstaðar, í kjölfar þessara viðskipta.
 
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, segir í tilkynningunni að þeir stjórnendurnir hafi ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að halda hlutabréfunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK