Tíu áhugasamir um eignir SPRON

Ljóst verður í vikunni hver gerir tilboð í stærri einingar …
Ljóst verður í vikunni hver gerir tilboð í stærri einingar SPRON.

Að minnsta kosti tíu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að gera til­boð í stærri eign­ir og ein­ing­ar SPRON. Hlyn­ur Jóns­son, formaður skila­nefnd­ar SPRON, seg­ir verk­efnið nú að fara yfir þessi er­indi. Síðan set­ur skila­nefnd­in sig í sam­band við þessa aðila til að ræða hugs­an­legt til­boðsferli.

Hlyn­ur seg­ir nú verið að selja stærri ein­ing­ar spari­sjóðsins, eins og Net­bank­ann,  verðbréfaþjón­ust­una, úti­bú og SPRON factor­ing, sem sér­hæf­ir sig í fjár­mögn­un, inn­heimtu, færslu viðskipta­manna­bók­halds, áhættu­stýr­ingu og greiðslu­falls­trygg­ing­um. Ekki sé verið að selja lausa­fé eins og inn­rétt­ing­ar, hús­gögn og þess hátt­ar.

Hlyn­ur seg­ir að hundruð fyr­ir­spurna hafa borist í tölvu­pósti. Ná­kvæm­ur fjöldi þeirra sem koma hugs­an­lega til með að gera til­boð ligg­ur því ekki end­an­lega fyr­ir. Ann­ar tölvu­póst­ur geym­ir fyr­ir­spurn­ir um af­drif lausa­fjár­muna. Þetta sé allt sam­an verið að fara í gegn­um og flokka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK