Trúir ekki öðru en stýrivextir lækki umtalsvert

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir ósk Samtaka atvinnulífsins um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman og lækki stýrivexti umtalsvert enda hafi stýrivaxtalækkunin síðast verið of lítil. Hann segist ekki trúa öðru en að vextirnir verði lækkaðir talsvert á næsta vaxtaákvörðunardegi í kjölfar birtingu nýrra talna um vísitölu neysluverðs.

Hann segir að þrátt fyrir að húsnæðisliðurinn skýri af miklu leyti þá miklu lækkun vísitölunnar nú þá séu fleiri liðir að lækka, svo sem verð á mat- og drykkjarvöru. Þetta sé í samræmi við væntingar ASÍ um að verðbólga fari nú hratt lækkandi. „Inni í þeim rökum sem við beittum fyrir okkur um stýrivaxtalækkun var að Seðlabankinn ætti að horfa til þess að það væri nánast í vændum verðhjöðnun. Nú er verðbólgan á tólf mánaða grunni komin niður fyrir 16% og þriggja mánaða verðbólga mælist undir 2%."

Ofurvextirnir meiri en þjóðfélagið ræður við

Gylfi segir að þeir ofurvextir sem eru á Íslandi séu meira en þjóðfélagið ráði við.  Þetta mæli því með því að Seðlabankinn taki ákvörðun um stóra vaxtalækkun og vonandi verði það gert þann 8. apríl.

Hann segir að síðasta vaxtaákvörðun hafi verið ofurvarleg en Seðlabankinn eigi að vera ein af þeim lykilstofnunum sem á að beita sínum tækjum til að draga úr óvissu.

„Seðlabankinn má ekki stilla sér í þá stöðu að hann ætli sér að bíða eftir því að einhver annar ætli að gera eitthvað og haldi vöxtum svo háum því það eru vextirnir sem eru megin orsök óvissunnar eins og er. Til þess verður Seðlabankinn að horfa til. Hann hefur tækin til að draga úr óvissunni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka