Seðlabanki Kína vill að tekinn verði upp annar gjaldmiðill en Bandaríkjadollar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Zhou Xiaochuan, seðlabankasjóri kínverska seðlabankans, hefur reyndar ekki nefnt dollarinn sérstaklega, nema þannig að sjóðurinn geti ekki byggt alla sína starfsemi á einum gjaldmiðli.
Samkvæmt frétt BBC-fréttastofunnar á Kína stærsta dollaravarasjóð í heimi, um tvö þúsund milljarða dollara. Hafa stjórnvöld í Kína oft á umliðnum árum kvartað undan því hvað gangi dollarsins hefur sveiflast mikið á mörkuðum. Þau hafa einnig áhyggjur af því að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda muni hugsanlega hafa þau áhrif að gengi dollarsins muni lækka, og varasjóður þeirra þar með.
Xiaochuan tjáði sig um þessi mál á heimasíðu kínverska seðlabankans.