Vísaði á fjármálaráðherra

Gylfi Magnússon vísaði á fjármálaráðherra þegar hann var spurður um …
Gylfi Magnússon vísaði á fjármálaráðherra þegar hann var spurður um lánakjör VBS og Saga Capital. mbl.is/Golli

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagðist ekki geta svarað því á hvaða kjörum fyrirgreiðsla ríkisins til Saga Capital og VBS uppá samtals 41 milljarð króna væri. Vísaði hann á Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í því sambandi. Gylfi var spurður að þessu á fundi með blaðamönnum nú eftir hádegi.

Í fjölmiðlum hefur komið fram að samningar hafa náðst milli ríkissjóðs og beggja fyrirtækja vegna skuldar sem varð til í svokölluðum endurhverfum viðskiptum fyrirtækjanna við Seðlabanka Íslands.

Saga Capital skuldaði ríkissjóði 15 milljarða króna og VBS skuldaði 26 milljarða, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Samningarnir fela í sér að fyrirtækin greiða skuldirnar til baka á sjö árum.

Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir í Morgunblaðinu í dag það bera vott um „ótrúlegt siðleysi“ að VBS fjárfestingarbanki hafi sett sig í samband við skilanefnd SPRON til þess að hefja viðræður um kaup á Netbankanum, nb.is, dótturfélagi SPRON, þegar blekið er vart þornað á samningi VBS við ríkissjóð vegna 26 milljarða skuldar sem varð til í endurhverfum viðskiptum VBS við Seðlabankann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK