Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkjamenn hefðu sem þjóð tekið of mikið fé að láni og jafnframt gert fjármálakerfinu kleift að taka óábyrga áhættu.
„Kreppur á borð við þessa eiga sér ekki einfaldar skýringar en ljóst er að við sem þjóð tókum allt of mikið að láni og leyfðum fjármálakerfinu okkar að taka óábyrga áhættu," sagði Geither á málþingi í Washington í dag.
„Þessar ákvarðanir hafa valdið miklum þjáningum og venjulegir Bandaríkjamenn og eigendur lítilla fyrirtækja, sem sýndu fyrirhyggju og gætni, þurfa að bera tjónið.
„Óréttlætið er mikið og Bandaríkjamenn eru með réttu reiðir og sárir," sagði Geithner.