Geithner: Dalurinn enn mikilvægastur

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner.
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner. Reuters

Fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Timot­hy Geit­hner, sagði í dag að Banda­ríkja­dal­ur verði áfram helsti gjald­miðill­inn í heim­in­um. Var Geit­hner þar að svara um­mæl­um seðlabanka­stjóra Kína, Zhou Xia­ochuan sem legg­ur til heims­gjald­miðil sem leysi af hólmi Banda­ríkja­dal­inn.

Kín­verj­ar eiga mest­an forða af gjald­eyri í heim­in­um, um 2000 millj­arða Banda­ríkja­dala. Þeir njóta þess að hafa um margra ára skeið flutt miklu meira út en inn, af­gang­inn hafa þeir fjár­fest í döl­um og banda­rísk­um rík­is­skulda­bréf­um. Meiri­hluti allra milli­ríkjaviðskipta fara fram í Banda­ríkja­dal eða 67%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK