Geithner: Dalurinn enn mikilvægastur

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner.
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner. Reuters

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, sagði í dag að Bandaríkjadalur verði áfram helsti gjaldmiðillinn í heiminum. Var Geithner þar að svara ummælum seðlabankastjóra Kína, Zhou Xiaochuan sem leggur til heimsgjaldmiðil sem leysi af hólmi Bandaríkjadalinn.

Kínverjar eiga mestan forða af gjaldeyri í heiminum, um 2000 milljarða Bandaríkjadala. Þeir njóta þess að hafa um margra ára skeið flutt miklu meira út en inn, afganginn hafa þeir fjárfest í dölum og bandarískum ríkisskuldabréfum. Meirihluti allra milliríkjaviðskipta fara fram í Bandaríkjadal eða 67%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK