Icelandair til Seattle?

Boeing 757-300 þota í eigu Icelandair hefur sig til flugs …
Boeing 757-300 þota í eigu Icelandair hefur sig til flugs frá flugvelli Boeing í Seattle. Boeing

Flugfélagið Icelandair hefur boðað til blaðamannafundar í Kaupmannahöfn í dag, að sögn fréttavefjar ferðablaðsins Take Off. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum, að Icelandair ætli að kynna beint flug til Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna og fylla þannig skarð SAS, sem ætli að hætta að fljúga þangað. 

Icelandair er með fasta áætlun milli Íslands og nokkurra borga í Norður-Ameríku, þar á meðal Boston, Minneapolis, New York og Orlando.

Í hádeginu í dag mun Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, kynna starfsmönnum félagsins mikilvægar breytingar á starfsmannafundi að Hótel Loftleiðum, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK